Norðurbyggð 29 , 600 Akureyri
76.900.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á pöllum
5 herb.
152 m2
76.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1966
Brunabótamat
67.700.000
Fasteignamat
65.750.000

Norðurbyggð 29 - Skemmtileg 5 herbergja raðhúsaíbúð á 2 hæðum á vinsælum stað á Brekkunni - stærð 152,8 m²

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti, 
Efri hæð 76,4 m²:
Forstofa, eldhús, stofa, tvö svefnherbergi og baðherbergi.
Neðri hæð 76,4 m²: Forstofa/gangur, tvö svefnherbergi, baðherbergi, tvær geymslur og þvottahús. 

Efri hæð
Forstofa
er með gráum flísum á gólfi. Útidyrahurð hefur verið endurnýjuð. Tröppur fyrir fyrir framan voru lagaðar árið 2021 og settar hitalagnir í þær, lokað kerfi. 
Eldhús, hvít sprautulökkuð innrétting með flísum á milli skápa og dökkar korkflísar á gólfi. 
Stofa er í opnu rými með eldhúsi. Þar er parket á gólfi og stór vestur gluggi. 
Svefnherbergin eru tvö, barnaherbergi með harð parketi á gólfi og tvöföldum fataskáp og hjónaherbergi með harð parketi á gólfi, fjórföldum fataskáp og hurð til vesturs út á timbur verönd. 
Baðherbergi var endurnýjað árið 2024. Gráar flísar á gólfum og ljósar á hluta veggja, hvíttuð eikar innrétting, wc, handklæðaofn, baðkar með sturtutækjum og opnanlegur gluggi.

Neðri hæð
Forstofa er með teppi á gólfi og endurnýjaðri útidyrahurð. 
Gangur og stigi(steyptur) milli hæða eru með dökku teppi á gólfi. Smá geymsluskot er undir stiganum. 
Svefnherbergin eru tvö, bæði með harð parketi á gólfi og fataskápum. 
Baðherbergi var endurnýjað um 2017. Þar eru gráar flísar á gólfum og hvítar á stærstum hluta veggja, hvít innrétting, upphengt wc, sturta og opnanlegur gluggi. Hiti er í gólfi. 
Geymslurnar eru tvær, önnur rúmgóð og með lökkuðu gólf og opnanlegum glugga og hin er minni, með vínylparketi á gólfi og opnanlegum glugga. 
Þvottahús er með vínylparketi á gólfi, hvítri innréttingu með skolvask, hillum og opnanlegum glugga. Tengi er fyrir uppþvottavél.

Annað
- Á baklóðinni er timbur verönd og góður geymsluskúr. 
- Gler og opnanleg fög var endurnýjað árið 2019
- Árið 2020 var drenað með framhlið hússins og frárennsli endurnýjað. 
- Raflagnir hafa verið endurnýjaðar að stærstum hluta og tafla.
- Ný svalahurð fylgir með, óuppsett. 
- Möl er í bílaplan fyrir framan húsið.
- Húsfélagið á sláttuvél
- Eignin er í einkasölu

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.