Laxagata 3, 600 Akureyri
76.900.000 Kr.
Parhús/ Parhús á tveimur hæðum
4 herb.
166 m2
76.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1933
Brunabótamat
72.050.000
Fasteignamat
61.550.000

Laxagata 3b - Virkilega skemmtileg og mikið endurnýjuð 5 herbergja parhúsaíbúð með rúmgóðum bílskúr við miðbæ Akureyrar - stærð 166,9 m² þar af telur bílskúr 38,9 m²
Eignin er stærri en skráðir fermetrar segja þar sem fermetrar í risi eru óskráðir.

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti, 
Jarðhæð:
Forstofa, hol, stofa, svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús/bakinngangur.
Miðhæð: Eldhús, búr, snyrting, hjónaherbergi og hol.
Ris: Tvö svefnherbergi og geymslur.

Forstofa er með flísum á gólfi og úr forstofunni er parketlagður stigi upp á efri hæðina.
Eldhús, vönduð sérsmíðuð hvít innrétting með góðu bekkjar- og skápaplassi. Hvítur kvartsteinn á bekkjum. Ísskápur, frystir og uppþvottavél eru innfelld í innréttingu og fylgja með við sölu eignar. Góður borðkrókur með gluggum til tveggja átta. Lítið búr er inn af eldhúsinu með harð parketi á gólfi og hillum. 
Stofa er með harð parketi á gólfi, innfelldri lýsingu og gluggum til tveggja átta. Hiti er í gólfi. 
Hol á miðhæðinni er með harð parketi á gólfi og stórum hvítum sérsmíðuðum fataskápum. Af holinu liggur vandaður timburstigi upp í risið. 
Svefnherbergin eru fjögur, eitt á jarðhæðinni með harð parketi á gólfi, gólfhita og innfelldri lýsingu, hjónaherbergi er á miðhæðinni með harð parketi á gólfi og hvítum fataskápum og svo eru tvö herbergi í risinu, bæði með plast parketi á gólfi og sérsmíðuðum hvítum skápum og skúffum. Opnanlegir þakgluggar eru í báðum risherbergjunum. Ekki er full lofthæð í risinu.
Baðherbergi með flísum á gólfi og hluta veggja, hvítri innréttingu, upphengdu wc, handklæðaofni, sturtu, hornbaðkari og opnanlegum glugga. Hiti er í gólfi og innfelld lýsing. 
Lítil snyrting er á miðhæðinni inn af eldhúsinu með harð parketi á gólfi, wc, handlaug og handklæðaofni.
Þvottahús nýtist jafnframt sem annar inngangur fyrir eignina. Þar eru flísar á gólfi, bekkur með vask og innfelld lýsing í lofti. Hiti er í gólfi. 

Bílskúrinn er skráður 38,9 m² að stærð og með byggingarár 1995. Gólf er steypt og lakkað og með hita í. Sér gönguhurð og innkeyrsluhurð er með rafdrifnum opnara. Geymsluloft er yfir hluta.
Fyrir framan er hellulagt bílaplan með hitalögnum í að stærstum hluta, lokað kerfi.

Annað
- Á árunum 2000 - 2017 var eignin mikið endurnýjuð að innan, fyrst risið, svo hluti af miðhæðinni, jarðhæðin árið 2007 og 2014 og árið 2017 var eldhús, snyrting og hol á miðhæðinni endurnýjað.
- Allir útveggir hafa verið einangraðir að innan og árið 2000 var sett ný einangrun í þakið.
- Búið er að skipta um alla glugga nema einn.
- Baðherbergi var endurnýjað árið 2007 og eldhús árið 2017.
- Rafmagnstafla var endurnýjuð árið 2017.
- Drenað var með vestur og norðurhlið árið 2002
- Búið er að endurnýja frárennsli, að hluta til var þrætt inn í eldri lögn. 
- Árið 2003 var skipt um jarðveg í bílaplani, lagðar hitalagnir (lokað kerfi) í það að stærstum hluta og hellulagt. Hitalagnir eru í bílaplani að stærstum hluta og í stétt að þvottahúsi. 
- Eignin er í einkasölu
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.