Skuggagil 10, Björt og falleg 2-3ja herbergja íbúð á 2.hæð í fjölbýli með sérinngangi af svölum - stærð 69,0 m²
Íbúðin skiptist í forstofu, þvottahús, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Annað svefnherbergið er skráð sem geymsla á teikningu.
Sameiginleg geymsla fyrir stigaganginn er á jarðhæð.Forstofa er með flísum á gólfi og ljósum fataskáp.
Eldhús er með flísum á gólfi og ljósri snyrtilegri innréttingu. Flísar eru á milli skápa og útgangur á rúmgóðar steyptar svalir til suðurs.
Stofa er með parketi á gólfi og stórum glugga sem snýr í norður. Opið er á milli eldhúss og stofu.
Svefnherbergi eru tvö í dag, annað skráð sem geymsla á teikningu. Parket er á gólfi í báðum herbergjum og í hjónaherberginu er stór ljós fataskápur.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, hvítri sprautulakkaðri innréttingu, wc, baðkari með sturtutækjum og hengi.
Þvottahús er til hliðar úr forstofu. Þar eru flísar á gólfum, hvít sprautulökkuð innrétting og opnanlegur gluggi.
Sameiginleg geymsla fyrir stigaganginn er jarðhæð.
Annað- Sérinngangur er frá stigapalli.
- Ljósleiðari er kominn inn og tengdur.
- Íbúðin getur verið laust til afhendingar fljótlega.