Dalsgerði 1f - Vel skipulögð og nokkuð endurnýjuð 5 herbergja raðhúsaíbúð á tveimur hæðum á efri brekkunni - Stærð 121,7 m²
Vel staðsett eign, stutt er grunn- og leikskóla sem og íþróttasvæði KA. Eignin skiptist með eftirfarandi hætti:Neðri hæð: Forstofa, eldhús, stofa, þvottahús, snyrting og geymsla.
Efri hæð: Fjögur svefnherbergi og baðherbergi.
Forstofa er með flísum á gólfi og opnu fatahengi
Eldhús er með nýlegri ljósri innréttingu með spanhelluborði, ofni í vinnuhæð og innbyggðum ísskáp og örbylgjuofni. Gólf er lakkað.
Stofa er nokkuð rúmgóð, með parketi á gólfi. Úr stofu er út gengt á timburverönd er snýr til suðurs.
Svefnherbergi eru fjögur, öll eru með nýlegu harðparketi og eru skápar í tveimur þeirra. Úr hjónaherbergi er út gengt á steyptar svalir til suðurs.
Baðherbergi er nýlega uppgert með ljósri innréttingu og er þar bæði baðkar og walk-in sturta, wc er upphengt. Opnanlegur gluggi. Flísar eru á gólfi sem og veggjum.
Snyrting er með upphengdu wc og vaski, flísar á gólfi.
Þvottahús er inn af forstofu, þar er tengi fyrir þvottavél og þurrkara, lítill vaskur, sér inngangur er í þvottahús. Flísar eru á gólfi.
Geymsla er inn af forstofu, flísar er á gólfi.
Annað: - Baðherbergi uppgerð 2019
- Nýjar yfirfelldar hvítar innihurðir 2021
- Harðparket lagt á efri hæð 2021
- Eldhúsinnrétting 2023