Snyrtileg 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýli við Vestursíðu í Síðuhverfi - stærð 80,0 m²
Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi auk sér geymslu í kjallara.
Forstofa er með flísum á gólfi og fatahengi.
Eldhúsið er með ljósri innréttingu með dúk á gólfi og flísum á milli skápa og rúmgóðum borðkrók. Tengi og stæði fyrir þvottavél er í innréttingu.
Stofa er með dúk á gólfi og þaðan er farið út á svalir til vesturs.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með dúk á gólfi og fataskápum.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og hluta veggja, nýlegum ljósum skáp undir vaska, baðkari með sturtuækjum og hengi, upphengdu wc og opnanlegum glugga.
Sameiginlegt þvottahús er staðsett á 3ju hæð (næstu hæð fyrir ofan) Úr þvottahúsi er gengið út í þurrk rými.
Rúmgóð sér geymsla er í kjallara auk sameiginlegra geymslna.
Annað- Stutt í leik- grunn- og háskóla.
- Leikherbergi er í sameign á hæðinni.
- Húsið var málað að utan og múrviðgert árið 2022.