4ra herbergja raðhúsaíbúð á einni hæð við Einilund 2d. Íbúðin er 97,3 m² að stærð.
Íbúðin skiptist í forstofu, hol, stofu, þrjú herbergi, eldhús, baðherbergi, þvottahús og tvær geymslur.Forstofan er með flísum á gólfi og þar er nýr hvítur fataskápur.
Stofa og hol er með parketi á gólfi og úr stofu er útgangur á verönd til vesturs.
Svefnherbergin eru þrjú og öll eru þau með parketi á gólfi og í einu svefnherbergjanna er nýr fataskápur.
Eldhúsið er með snyrtilegri eldri innréttingu og þar er parket á gólfi og ágætur borðkrókur. Uppþvottavél fylgir með við sölu.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og veggjum og þar er góð sturta með gleri, upphengt wc og ljós innrétting sem og handklæðaofn.
Þvottahús sem jafnframt er annar inngangur í íbúðina, er með flísum á gólfi og þar er hitaveitugrindin sem og tengigrind fyrir gólfhita.
Geymsla er innaf þvottahúsi og einnig er
önnur sérgeymsla í sameign í kjallara, sem farið er inní á norðurhlið hússins.
Annað- Ný gólfefni eru á allri íbúðinni (á baðherbergi síðan 2014)
- Gólfhiti er í allri íbúðinni með danfoss hitastýringum (sett upp í lok árs 2022)
- Baðherbergi var endurnýjað árið 2014
- Ljósleiðari er kominn inn (búið að greiða tengigjöld)
- Íbúðin er öll ný máluð (málarahvítt)
- Stígur meðfram húsinu var malbikaður 2019
- Íbúðin er laus til afhendingar fljótlega