Mjög gott atvinnuhúsnæði með mikilli lofthæð og stórum innkeyrsluhurðum á efri hæðinni við Njarðarnes 1 - stærð 637,6 m² auk millilofts.
Hér er um að ræða húsnæði sem hentar fyrir ýmsan rekstur og er með mikið auglýsingagildiEignin er stálgrindarhús á tveimur fastanúmerum sem byggt er ofan á steypta neðri hæð.
Eignin skiptist í afgreiðslu, snyrtingu, kaffistofu og ræstikompu og tvo sali, annar er með tveimur innkeyrsluhurðum og hinn með þremur.
Afgreiðslan, snyrtingin, kaffistofan og ræstikompan eru með flísum á gólfi. Sér göngurhurð er á austurhliðinni og stór innkeyrsluhurð með miklum gluggum á norðurhliðinni. Úr afgreiðslunni er breiður járnstigi upp á milliloft sem nær á milli þriggja sperrubila, ca 80-90 m².
Salur eitt er með flísum á gólfi, tveimur stórum rafdrifnum innkeyrsluhurðum og tveimur gönguhurðum. Innst í salnum er járnstigi upp á milliloftið.
Salur tvö er vestast í húsinu og þar eru flísar á gólfi, þrjár stórar rafdrifnar innkeyrsluhurðar og tvær göngurhurðar. Tvöföld járnhurð er á milli salanna. Salur tvö er á sér fastanúmeri.
Gluggar eru á suðurhliðinni og stöfnum hússins.
Fyrir framan er malbikað bílaplan.
Milli salanna fyrir framan húsið er niðurgrafin tankur fyrir úrgangsolíu.
Annað- Eignin er ca 15 metrar á dýpt og hæð upp í mæni er um 7 metrar.
- Sér hitaveita og sér rafmagn.
- Gott aðgengi.
- Eignin er með skráð byggingarár árið 2000.
- Eignin er í leigu til mars 2024.
- Engin vsk-kvöð.
- Eignin er í einkasölu