Einholt 14 b , 603 Akureyri
54.500.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
4 herb.
99 m2
54.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1974
Brunabótamat
44.250.000
Fasteignamat
36.100.000

Einholt 14B - Snyrtileg og vel skipulögð 4ra herbergja raðhúsaíbúð á einni hæð í Holtahverfi - stærð 99,8 m²

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu og borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Geymsluloft er yfir hluta íbúðar.

Forstofa er með flísum á gólfi og opnu hengi. Steypt stétt er heim að húsi og lítil timbur verönd.
Eldhús, nýleg hvít sprautulökkuð innrétting og dökkt harð parket á gólfi. Stæði er í innréttingu fyrir uppþvottavél og ísskáp. 
Stofa og borðstofa eru með dökku harð parketi á gólfi. Úr stofu er gengið út í garð til suðurs, þar er timbur verönd og góður geymsluskúr.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, grárri innréttingu og speglaskápum, baðkari með sturtutækjum og handklæðaofni. 
Svefnherbergin eru þrjú, öll með dökku harð parketi á gólfi og tvö með fataskápum. 
Þvottahús er við hliðina á forstofu, þar eru flísar á gólfi, hvít innrétting með vask, opnanlegur gluggi og hurð út. 
Geymsla er inn af þvottahúsi. Þar eru flísar á gólfi. Lúga er í loftinu upp á loft.

Annað:
- Baklóðin er afmörkuð með timburskjólveggjum. Þar er timbur verönd, geymsluskúr og smá grasflöt. 
- Innrétting í eldhúsi hefur verið endurnýjuð. 
- Húsið var málað að utan sumarið 2022.
- Búið er að fara í þak, þakkant, nýlegur pappi er á þaki og öndun bætt. 
- Búið er að endurnýja gler í flestum gluggum. 
- Eignin er laus til afhendingar í Desember 2022
- Eignin er í einkasölu

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.