Ólafsvegur 28 íbúð 203 - 5 herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi á Ólafsfirði - stærð 114,3 m²Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, gang, baðherbergi, fjögur svefnherbergi og sér geymslu í kjallara.
Forstofa: Dúkur á gólfi, opið hengi og efriskápur.
Eldhús er með dúk á gólfi, viðar innréttingu með miklu skápa og bekkjaplássi og rúmgóðum borðkrók.
Stofa er með dúk á gólfi og hurð út á steyptar suður svalir.
Svefnherbergin eru fjögur, öll með dúk á gólfi og fataskápum. Úr hjónaherbergi er hurð út á svalir.
Baðherbergi er með dúk á gólfi, hvítri innréttingu, wc, baðkari með sturtutækjum og opnanlegum glugga.
Í kjallara er sér
geymsla, skráð 4,1 m² að stærð. Þar er lakkað gólf og hillur.
Sameiginlegt
þvotta- og þurrkherbergi er í kjallara.
Eignin er að mestu í upprunalegu ástandi.