Suðurgata 22, 580 Siglufjörður
35.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á þremur hæðum
5 herb.
191 m2
35.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1929
Brunabótamat
49.200.000
Fasteignamat
22.000.000

Suðurgata 22- Snyrtilegt og vel viðhaldið 5 herbergja þrílyft einbýlishús með bílskúr á góðum útsýnisstað á Siglufirði- stærð 191,1 m².

Eignin skiptist með eftirfarandi hætti:
Jarðhæð
: Bílskúr, þvottahús, vinnuherbergi og tvær geymslur.
Miðhæð: Forstofa, eldhús, stofa, svefnherbergi og baðherbergi.
Ris: Tvö svefnherbergi, fjölskylduherbergi og salerni. 

Gengið er upp timburstiga á norðurhlið hússins að aðalinngangi.
Forstofa er með flísum á gólfi, góðum fataskáp. Gólfhiti er í forstofu. 
Eldhús, er með upprunalegri innréttingu og flísum milli skápa. Nýlegt spanhelluborð og ofn. Korkur er á gólfi. 
Stofa er með teppi á gólfi og gluggum til tveggja átta. Gott útsýni er úr stofu. 
Svefnherbergin eru þrjú, tvö herbergi eru í risi og eru þau bæði með parketi á gólfi og í öðru þeirra er fataherbergi og útgengt á suðursvalir. Eitt herbergi er á miðhæð, það er með teppi á gólfi og góðum glugga til suðurs. 
Baðherbergi er á miðhæð, þar er hvít innrétting, baðkar með sturtutækjum, flísar á gólfi en Fibo trespo plötur á veggjum. Salerni er í risi þar er snyrtileg innrétting og parket á gólfi. 
Í risi er fjölskylduherbergi þar er parket á gólfi og góðir gluggar til norðurs. 
Þvottahús er á jarðhæð, þar eru flísar á gólfi og hvít innrétting með vask og opnanlegum glugga. 
Á jarðhæð eru einnig tvær geymslur og gott vinnuherbergi. 
Bílskúr er með rafdrifinni innkeyrsluhurð á norðanverðu húsinu, þar er steypt gólf og sérútgangur. Fyrir framan bílskúr er steypt bílaplan. 

Eignin hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina, skipt hefur verið um gler og gluggalista og er húsið nýlega málað að utan. 

  

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.