Matthíasarhagi 1 íbúð 101 , 600 Akureyri
37.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
2 herb.
73 m2
37.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2018
Brunabótamat
32.700.000
Fasteignamat
32.850.000

Matthíasarhagi 1 íbúð 101 - Skemmtileg og rúmgóð 2-3ja herbergja íbúð með sér inngangi á neðri hæð í fjórbýli í Hagahverfi - stærð 73,2 m²

Eignin skiptist í forstofu, eldhús og stofu í opnu rými, svefnherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu og geymslu. 

Forstofa er með flísum á gólfi og vönduðum skáp og skúffueiningu. 
Eldhús, vönduð plastlögð dökk innrétting með mjög góðu bekkjar- og skápaplássi. Stæði er í innréttingu fyrir uppþvottavél og frontur fylgir með. AEG ofn og helluborð.
Stofa og eldhús eru í opnu rými með gluggum til þriggja átta og ljósu harð parketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á steypta verönd með steyptum skjólvegg.
Svefnherbergi er rúmgott, með ljósu harð parketi á gólfi og stórum fataskáp.
Baðherbergi er með flísum á gólf og hluta veggja, vandaðri innréttingu, upphengdu wc, sturtu, handklæðaofni og opnanlegum glugga. Tengi er fyrir þvottavél inn á baðherbergi. 
Geymsla er við hliðina á forstofu, þar er ljóst harð parket á gólfi og opnanlegur gluggi. Möguleiki er að nýta geymsluna sem svefnherbergi.

Annað
- Sameiginleg hitakompa er milli íbúða á neðri hæðinni. 
- Hitalagnir eru í hluta af stétt fyrir framan íbúðina og í einu bílastæði.
- Rafmagnstengill er við bílastæði fyrir rafhleðslu.
- Búið er að taka inn ljósleiðara

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.