Grund II, 605 Akureyri
78.000.000 Kr.
Lóð/ Jörð
9 herb.
1500 m2
78.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
7
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1893
Brunabótamat
177.290.000
Fasteignamat
56.070.000

Jörðin Grund II í Eyjafjarðarsveit

Jörðin er staðett að vestanverðu í Eyjafirðinum, skammt innan við Hrafnagil um 20 km sunnan við Akureyri.  Grund I og II deila bæjarstæði auk þess sem á hlaðinu stendur Grundarkirkja en Grund er fornt höfuðból og kirkjustaður.
Grund II er í norðurhluta grundarlandsins og eru túnin að mestu norðan við bæjarhlaðið og austan.  Stærð jarðarinnar innan girðinga er um 67 ha og þar af eru um 25 ha ræktaðir.  Flatlendið í kringum bæjarhlaðið er 23,4 ha og í fjallinu er 42,1 ha innan girðingar og af því landi er 3,2 ha tún.  Beitiland er í Grundarfjalli og á Finnastaðadal.

Íbúðarhúsið er reislulegt bárujárnsklætt timburhús á tveimur hæðum auk kjallara og riss.  Húsið var byggt árið 1893 og skiptist í tvær íbúðir á sér fastanúmerum.
Íbúð á neðri hæð er skráð 265,5 m², íbúðin sjálf 153,0 m² og kjallari 112,5 m², en allur kjallarinn tilheyrir íbúðinni.  Íbúðin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi og þvottahús.  Íbúðin hefur verið töluvert endurnýjuð s.s. eldhús og baðherbergi, gólfefni að stærstum hluta auk þess íbúðin er öll nýlega máluð.  Kjallarinn er heldur hrár en þar sjást vel gömlu bitarnir og steinhlaðnir veggirnir.

Íbúð á efri hæð er skráð 205,7 m², íbúðin er skráð 153,0 m² og risið 52,7 m², en allt risið tilheyrir íbúðinni.  Hæðin skiptist í fjögur svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og stofu, auk þess sem eitt herbergi er á neðri hæð við forstofu.  Risið er að stærstum hluta í upprunalegu ástandi og þar sjást vel gömlu bitarnir og timburklæðningin.  Risið er skráð aðeins 52,7 m² en nýtanleg fermetrar eru töluvert fleiri undir súðinni.  Íbúðin sjálf þarfnast einhvers viðhalds. 
Sér inngangar eru í báðar íbúðirnar af verönd á austurhlið hússins.  Framan við húsið og norðan við það er stórt plan, en íbúðarhúsið deilir bæjarhlaði með Grund I og Grundarkirkju.
Húsið þarfnst orðið einhvers viðhalds en það hefur hátt friðunargildi og því líklegt að hægt sér að sækja um styrki fyrir uppgerð þess.  
Þakið var endurnýjað á húsinu fyrir nokkrum árum.

Útihúsin standa nokkuð fyrir norðan íbúðarhúsið og samanstanda af hesthúsi og stórri hlöðu.  Hesthúsið er stórt og var byggt í tveimur áföngum sem fjós, 1948 og 1986 en hefur verið breytt í stíur fyrir hross að stærstum hluta.  Auk þess er í húsinu ágæt kaffistofa, reiðtygjageymsla, verkstæðisaðstaða/vinnurými og salerni.  Innangengt er í hlöðuna sem stendur vestan við hesthúsið og nær nokkuð langt suður fyrir það.  Hlaðan var sömuleiðis byggð í tveimur áföngum, 1930 og 1961 og við norðurstafn hlöðunnar er gamall súrheysturn. Ágætt gerði er sunnan við hesthúsið og innkeyrsluhurðir tvær eru á austurstafni hússins.  Haughús er undir húsinu. 
Nokkuð austan við íbúðarhúsið stendur stakt eldra útihús, hlaðið hús sem nýtist sem geymsla í dag.

Grund II er í fallegu umhverfi í Eyjafirði skammt frá Akureyri.  Jörðin hentar vel fyrir hrossarækt eða annan minni búskap en einnig er býður hún uppá það að fleiri enn einn kaupi jörðina og íbúðirnar þar sem jörðin sjálf er á sér fastanúmeri og síðan íbúðirnar á sitthvoru númerinu á sér lóð.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.