Laugarvegur 23 íbúð 101 , 580 Siglufjörður
22.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
3 herb.
104 m2
22.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1946
Brunabótamat
30.500.000
Fasteignamat
17.350.000

Laugarvegur 23 - Mikið uppgerð 3ja herbergja neðri hæð í tvíbýlishúsi á Siglufirði - stærð 104,1 m²
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning


Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, búr, stofu, baðherbergi, tvö svefnherbergi og þvottahús.

Forstofa og gangur eru með hvíttuðu harð parketi á gólfi.
Eldhús, nýleg hvít innrétting með svartri bekkplötu og hvíttað harð parket á gólfi. Mjög gott skápa- og bekkjarpláss. Lítið búr er inn af eldhúsi. Þar er lakkað gólf, hillur og opnanlegur gluggi.
Stofa er rúmgóð og með skemmtilegum bogadregnum glugga til suðurs. Á gólfi er hvíttað harð parket.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með hvíttuðu harð parketi á gólfi og í hjónaherbergi er stór fataskápur.
Baðherbergi, flísar á gólfi og hluta veggja, hvít innrétting, upphengt wc, handklæðaofn og baðkar með sturtutækjum.
Þvottahús er með hvíttuðu harð parketi á gólfi og hvítum skáp. 

Annað
- Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu 2 árum. Búið er að endurnýja frárennslislagnir undir húsinu og út í brunn, leggja nýjar ofnalagnir og setja upp nýja ofna, nýjar neysluvatnslagnir, draga nýjar raflagnir í tengla, endurnýja rafmagnstöflu, nýtt eldhús, nýtt baðherbergi, nýjar innihurðar, ný gólfefni og gólfhita.
- Sumarið 2016 var drenað með vestur og suðurhlið hússins.
- Búið er að einangra og klæða húsið að utan. 
- Sumarið 2020 var steypt stétt með norður og austurhlið hússins að inngangi neðri hæðar og settar hitalagnir í. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.