Drafnarbraut 1 , 620 Dalvík
44.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
222 m2
44.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1977
Brunabótamat
73.700.000
Fasteignamat
41.850.000

Drafnarbraut 1 - Vel skipulagt 4ra herbergja einbýlishús á einni hæð með bílskúr á góðri hornlóð á Dalvík- stærð 222,4 m²
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning


Eignin skiptist með eftirfarandi hætti:
Forstofa, eldhús, stofa, sjónvarpshol, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og tvær geymslur. 
Bílskúr er stakstæður og á baklóðinni er sundlaugarhús.  

Forstofa, er með ljósum flísum á gólfi og opnu fatahengi. 
Eldhús, þar er upprunaleg dökk innrétting með ljósri borðplötu. Góður borðkrókur er í eldhúsi og tveir gluggar. Dúkur á gólfi. 
Stofa er mjög rúmgóð, þar eru gluggar til tveggja átta og parket á gólfi.
Sjónvarpshol er með parketi á gólfi og þaðan er útgengt á flísaða suður verönd.  
Svefnherbergin eru þrjú, tvö eru með parketi á gólfi og dúkur á einu þeirra. Rúmgóður fataskápur er í einu svefnherbergi. 
Baðherbergi, er upprunalegt, þar eru flísar á gólfi og veggjum, dökk innrétting, wc, baðkar, sturta og saunaklefi. 
Þvottahús er inn af eldhúsi og með sérinngang, þar er lakkað gólf og ágæt innrétting með vaski. Opnanlegur gluggi. Inn af þvottahúsi eru tvær geymslur.
Geymslurnar eru tvær, báðar með lökkuðu gólfi og gluggum. Í annari geymslunni er lúga upp á loft.
Bílskúr er stakstæður, skráður 39,0 m² að stærð og með rafdrifinni innkeyrsluhurð. Loft og veggir er nýmálað.Annað:
- Á baklóðinni er steypt 53,7 m² hús sem í er sundlaug, snyrting og sturta. Húsið þarfnast endurbóta.
- Eignin er að miklu leyti í upprunalegu ástandi, en hefur fengið gott viðhald. 
- Nýlega búið að yfirfara ofna og skipt um þá sem ekki voru í lagi. 
- Skipt var um pappa á bílskúr 2019.
- Húsið er nýmálað að innan. 
- Hiti í bílaplani. 
- Ljósleiðari.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.