Hólavegur 23 , 580 Siglufjörður
25.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
6 herb.
124 m2
25.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1936
Brunabótamat
35.600.000
Fasteignamat
16.550.000

Hólavegur 23 -  Skemmtilegt 6 herbergja einbýlishús, hæð og ris á Siglufirði - stærð 124,7 m²

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti,
Neðri hæð, 76,5 m²: Forstofa, gangur, eldhús, stofa, sjónvarpsstofa, svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús/geymsla.
Efri hæð, 48,2 m²: Hol, þrjú svefnherbergi og geymslur.

Forstofa er með flísum á gólfi.
Eldhús, flísar á gólfi og ný hvít innrétting með dökkri bekkplötu. Borðkrókur með skemmtilegum útsýnisglugga.
Stofa og sjónvarpsstofa eru með parketi á gólfi og gluggum til tveggja átta. Nýjir ofnar og nýjar ofnalagnir eru í báðum stofunum.
Baðherbergi hefur verið endurnýjað. Þar eru flísar á gólfi og hluta veggja, hvít innrétting, wc, sturta, handklæðaofn og opnanlegur gluggi.
Þvottahús/geymsla er inn af baðherberginu. Þar er lakkað gólf, bekkur, efriskápur og hurð inn í bíslag og þaðan er hurð út á lóð.
Svefnherbergin eru fjögur, eitt á neðri hæð og þrjú á efri hæð, öll með lökkuðum gólffjölum. Inn af einu herbergjanna á efri hæð er geymslurými undir súð.
Á holi á efri hæð eru lakkaðar gólffjalir og skápar/fatahengi.
Geymsla/vinnuherbergi er á efri hæð. Þar eru veggir og loft óeinangrað.  

Annað
- Húsið var byggt árið 1936, steypt og var klætt að utan fyrir rúmum 20 árum.
- Fyrir framan húsið er lítil timbur verönd með timbur skjólveggjum.
- Frárennslislagnir hafa verið endurnýjaðar sem og raflagnir og rafmagnstafla.
- Nýjir hitaveituofnar eru í svefnherbergi á neðri hæð, stofu og sjónvarpsstofu.
- Nýtanlegir fermetrar í risi eru fleiri en skráðir eru.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.