Brekkugata 3, Skemmtilegt verslunar- og atvinnuhúsnæði í miðbæ Akureyrar - stærð 168,1 m²
Eignin er skráð á tvö fastanúmer en selst sem ein eining.Komið er inn í rúmgott rými með flísum á gólfi og stórum gluggum. Loft eru að hluta tekin upp í þessu rými.
Fyrir innan eru tvær geymslur og kaffistofa með snyrtingu.
Úr kaffistofu er gengið inn í annað rými sem er með sér inngangi. Þar eru flísar á gólfi og loft tekin upp.
Hér er um að ræða eign með mikla möguleika sem hentað getur fyrir ýmsan rekstur.Annað- Tveir inngangar
- Fyrir framan er hellulögð stétt.
- Nýlega var pappi endurnýjaður á hluta af þaki og sett nýtt járn á hinn hlutann
- Rafmagnstafla var endurnýjuð árið 2005.
- Búið er að endurnýja hluta af gleri.
- 3ja fasa rafmagn
- Eignin er laus til afhendingar í júní 2021