Kjarnagata 51 íbúð 203 , 600 Akureyri
36.950.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
80 m2
36.950.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2020
Brunabótamat
29.400.000
Fasteignamat
35.400.000

Kjarnagata 51 - íbúð 0203           
3ja herbergja íbúð á 2. hæð 
Eignin skiptist í Inngang, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu.
Eigninni fylgir sér stæði í bílageymslu og sér geymsla í kjallara.         
Birt flatarmál séreignar: 80,9 m²  
Þar af sérgeymsla í kjallara: 5,2 m²   
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning

Frekari upplýsingar og myndir má sjá inn á heimasíðu http://ssbyggir.is/eignir-til-solu/kjarnagata51

4ra hæða fjölbýlishús með lyftu, alls 40 íbúðir
Hönnun hússins er unnin af Haraldi Árnasyni hjá TGT HÚS ehf.

Húsið er byggt á einni af fimm lóðum sem SS Byggir ehf hefur til umráða á byggingarreit sem afmarkast af Kristjánshaga, Elísabetarhaga, Kjarnagötu og Davíðshaga. 30 íbúðum fylgja stæði í bílageymslu sem er sameiginleg með Davíðshaga 2 og Davíðshaga 4.
Frágangur innanhúss
Veggir íbúða:
Allir útveggir íbúða eru sandspartlaðir og málaðir.
Veggir og loft í kjallara: yfirborð veggja og lofta í kjallara er málað en ekki heilspartlað.
Loft: Loft alrýma og svefnherbergja íbúða eru klædd hljóðdempuðum loftaplötum. Önnur loft íbúða og sameignar eru sandspörtluð og máluð.
Gólf: Ofan á forsteyptar filigranplötur koma ísteyptar lagnir (þ.m.t. loftræsilagnir), gólfhiti og járnabinding áður en ásteypulag er steypt. Gólfefni íbúða er rakahelt og hljóðdempandi vinylparket.
Gólf stigauppgöngu er steinsteypt og flísalagt. Gólf í sameign og geymslum í kjallara er steinsteypt og lakkað.
Pípulögn: Hitalagnir eru í gólfum íbúða. Neysluvatnslagnir eru lagðar skv. verkfræðiteikningum.
Raflögn: Raflögn er fullfrágengin, ljósakúplar eru á baði/þvottahúsi. Önnur ljós fylgja ekki innan íbúðar. Útiljós við innganga verða frágengin. Uppsettur reykskynjari fylgir hverri íbúð. Mynddyrasími er í hverri íbúð.
Baðherbergi: Flísar eru á veggjum og á gólfi í sturtum baðherbergja. Aðrir veggfletir baðherbergja eru málaðir. Á baðherbergi er innrétting með handlaug en einnig innrétting fyrir þvottavél og þurrkara.
Innréttingar og skápar: Yfirborð allra innréttinga er úr harðplasti ýmist með viðaráferð eða hvítt. Innréttingar eru í eldhúsi og á baðherbergi. Skápar koma þar sem teikningar sýna. Harðplast er á borðplötum. Með eldhúsinnréttingu fylgir bakaraofn, keramik helluborð og vifta. Gert er ráð fyrir plássi fyrir uppþvottavél í innréttingum íbúða nema í stúdíó-íbúðum.
Hurðir: Yfirborð innihurða er úr harðplasti með viðaráferð.
Hreinlætistæki: Öll blöndunartæki eru af viðurkenndri gerð og koma þar sem teikningar sýna.
Loftræsing: Sérstakur vélrænn loftskiptibúnaður er í hverri íbúð þar sem ferskt loft er hitað upp með útkastslofti. Rekstrakostnaður íbúða lækkar og einnig minnkar ryk innan íbúðar verulega með tilkomu þessa kerfis og heilnæmi andrúmslofts íbúðar eykst.
Eldvarnir: Hver íbúð er sjálfstætt brunahólf. Reykskynjari og handslökkvitæki verður sett upp í hverri íbúð. Í húsinu er brunaeftirlitskerfi.
Frágangur utanhúss
Útveggir:
Allir útveggir hússins eru einangraðir að utan með 100mm harðpressaðri steinull. Húsið er klætt að utan með báruðu stáli og smábáru úr áli.
Gluggar og hurðir: Allir gluggar eru timbur-álgluggar. Gluggarnir eru smíðaðir úr furu en að utanverðu eru þeir klæddir áli. Timburhurðir eru í húsinu en svalahurðir eru rennanlegar úr áli. Tvöfalt verksmiðjugler frá viðurkenndum framleiðanda verður í húsinu og flyst ábyrgð þess áfram til kaupenda.
Þak: Steypt loftaplata er fulleinangruð undir þakdúk og hulin með möl
Svalir: Svalagólf er steypt. Handrið er gert úr stálprófílum. Prófílarnir eru klæddir alucobond-klæðningu. Hönnun handriðs og svala er með þeim hætti að auðvelt er að koma fyrir svalalokun í framtíðinni. M.a. er steypt þak yfir efstu svölum.
Lóð: Stéttir við aðalinngang eru með hitalögnum að hluta skv. teikningu. Lóð er þökulögð í samræmi við fyrirliggjandi lóðarteikningar og bílaplön malbikuð. Engar girðingar fylgja og enginn annar gróður en að ofan greinir fylgir eigninni.
Póstkassar: Póstkassar eru utanhúss fyrir allar íbúðir og koma á vegg framan við aðalinngang.
SS reiturinn í Hagahverfi
SS Byggir ehf á fimm lóðir á reit sínum í Hagahverfi og munu fjölbýlishúsin standa þannig á reitnum að skjólgóð baklóð myndast. Þar er sameiginlegt leiksvæði með litlum sparkvelli í yfirbyggðu leikjahúsi á baklóðinni. Sameiginleg baklóð á þaki bilakjallara verður að mestu þakin gervigrasi. Einnig munu göngustígar framan húsanna verða búnir snjóbræðslukerfi og tengist sameiginlega svæðinu á baklóðunum.
Loftskiptikerfi – nýjung á markaði
• Loftskiptikerfið hitar ferskt loft með varma loftsins sem kerfið dregur út úr íbúðunum.
• Tryggir jöfn og góð loftskipti allt árið um kring, óháð veðri og vindum.
• Bætir gæði og heilbrigði lofts íbúða.
• Minnkar ryk.
• Lækkar rekstrarkostnað.
 
Hljóðplötur í loftum íbúða
• Gefa góða hljóðvist innan íbúðar.
• Draga úr hljóðmengun á milli hæða.
• Minnka áhrif geislahitunnar úr loftplötu.
• Hjóðdempandi vínilparket er á gólfum íbúða
• Slitsterkt og endingargott.
• Hljóðdempandi.
• Vatnsþolið.
 
Sérsmíðaðar TAK-innréttingar og TAK-innihurðir eru í öllum íbúðum
• Brautir og lamir eru með ljúflokun.
• Yfirborð hliða og hurða er úr slitsterku viðarlíki.
• Sama efni er í innréttingum og innihurðum.
 
Brunaviðvörunarkerfi í öllu húsinu

• Kerfið er samtengt á milli allra íbúða og sameignar og tengt stjórnstöð.
 
Geymslur í kjallara
• Sérgeymsla í kjallara fylgir öllum íbúðum.
• Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er í kjallara.
 
Svalahandrið hannað með svalalokun í huga
Frágangur á svalahandriði og yfirbyggingu á einkasvölum íbúða gerir ráð fyrir að hægt sé að setja upp svalalokunarkerfi án mikils tilkostnaðar.
 
Húsið er einangrað að utan og klætt með viðhaldslitlum klæðningum
Ál-tré gluggar eru í húsinu
Ál-tré gluggar eru smíðaðir úr tré (furu) en klæddir álkápu að utanverðu til þess að minnka þörf á viðhaldi og auka endingu.
 
Snjóbræðslukerfi
Snjóbræðslukerfi er lagt í stétt heim að húsinu, í bílastæði ætlað fyrir hreyfihamlaða og í gangstétt meðfram húsinu að framanverðu.
Snjóbræðslukerfi mun koma í stéttir fyrir framan öll húsin á lóðinni og því kemur u.þ.b. 500 metra löng stétt með snjóbræðslukerfi hringinn í kringum húsin á lóðinni.
Yfirbyggt leikskýli fyrir leiktæki og sparkvöll verður á sameiginlegri baklóð
Handbók fylgir öllum íbúðum
Íbúðum SS Byggir ehf í Hagahverfi fylgir handbók með helstu upplýsingum um byggingavörur sem notaðar voru við byggingu hússins. ásamt upplýsingum um undirverktaka og hvert leita beri eftir þjónustu.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.