Grundargata 4 - 4ra herbergja íbúð í tvíbýli, tvær hæðir og kjallari á Eyrinni á Akureyri samtals - 104,1 m² að stærð.Íbúðin skiptist með eftirfarandi hætti;Efri hæð - þrjú svefnherbergi.
Neðri hæð - forstofa, eitt herbergi, eldhús, sjónvarpshol, baðherbergi og geymsla.
Í kjallara er 35 m² geymsla en ekki full lofthæð.
Forstofa er með flísum á gólfi og fatahengi.
Eldhúsið er með ljósri spónlagðri innréttingu og borðkrók með dökku plastparketi á gólfi. Stæði fyrir uppþvottavél er í innréttingu.
Baðherbergið er með plastparketi á gólfi, brúnleit innrétting og sturtuklefi. Gert er ráð fyrir að þvottavél sé inná baðherbergi.
Stofa er með plastparketi á gólfi.
Hringstigi er milli hæða. Plastparket á þrepum.
Þvottahús: Bakdyrainnangur er um þvottahús sem er viðbygging til austurs. Flísar á gólfi. Borðplata með vask.
Svefnherbergi: Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi, tvö með ljósu viðarparketi, en eitt með dökku plastparketi.
Annað:- Góð staðstetning, stutt í miðbæ Akureyrar.
- Sökkull var múraður og málaður síðasta sumar.
- Nýjar tröppur við báða innganga.
- Í kjallara er sérgeymsla - lág lofthæð.
- Garður er gróinn og afmarkaður með girðingu.
- Eigninni fylgir bílastæði á lóð.