Melgata 2 - Mikið endurnýjað 4ra herbergja einbýlishús á einni hæð með stakstæðum bílskúr á skemmtilegum stað á Grenivík - stærð 156,3 m² þar af telur bílskúr 32,0 m²Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu og borðstofu, gang, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, geymslu og þvottahús.
Forstofa er með flísum á gólfi og spónlögðum eikar skáp. Fyrir framan er steypt og flísalögð stétt.
Eldhús er með vandaðri spónlagðri eikar innréttingu með graníti á bekkjum og flísum á milli skápa. Korkur er á gólfi. Lítil geymsla/búr er inn af eldhúsi, þar er korkur á gólfi og hillur.
Stofa og borðstofa eru í opnu og björtu rými, með gluggum til tveggja átta og með vönduðu planka parketi á gólfi.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með planka parketi á gólfi. Í hjónaherbergi er stór spónlagður eikar fataskápur.
Baðherbergi er flísalagt bæði gólfi og veggir, með ljósri sprautulakkaðri innréttingu, upphengdu wc, handklæðaofni, sturtu og opnanlegum glugga.
Þvottahús nýtist sem annar inngangur inn í húsið. Þar eru flísar á gólfi og hvít innrétting. Hitalagnir eru í stétt frá þvottahúsi og út að götu, lokað kerfi.
Bílskúr er stakstæður og stendur austan megin við húsið. Skráð stærð er 32,0 m². Innkeyrsluhurð er með rafdrifnum opnara. Veggir eru ómúraðir og eftir er að klæða upp í loft. Rafmagn er í honum en ekkert rennandi vatn.
Hellulögð stétt er frá þvottahúsinngangi og að bílskúr. Bílaplan er stórt og steypt.
Annað- Eignin hefur verið mjög mikið endurnýjuð s.s. settur gólfhiti, ný gólfefni, eldhús, baðherbergi, inni- og útidyrahurðar, rafmagnstenglar o.fl.
- Timbur verönd er með hluta af vesturhlið hússins
- Búið er að taka inn ljósleiðara
- Skemmtilegt sjávarútsýni er úr íbúðinni.
- Gróin og vel hirt lóð.