Hafnartún 30 , 580 Siglufjörður
24.900.000 Kr.
Parhús/ Parhús á tveimur hæðum
5 herb.
123 m2
24.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1984
Brunabótamat
44.350.000
Fasteignamat
20.950.000

Hafnartún 30 - Skemmtileg og vel skipulögð 5 herbergja parhúsaíbúð á tveimur hæðum á Siglufirði - stærð 123,7 m² 

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti, 
Neðri hæð:
Forstofa, snyrting, hol, þrjú svefnherbergi, geymsla og þvottahús.
Efri hæð: Eldhús, stofa, gangur, svefnherbergi og baðherbergi. 

Forstofa er með flísum á gólfi og opnu hengi. 
Hol á neðri hæð er með nýlegu hvíttuðu harð parketi á gólfi og þaðan liggur stigi upp á efri hæðina. 
Svefnherbergin eru fjögur, þrjú á neðri hæðinni, öll með nýlegu hvíttuðu harð parketi á gólfi og nýjum innihurðum. Svefnherbergi á efri hæðinni er með parketi á gólfi og á ganginum fyrir framan eru fataskápar. Engin hurð er inn í herbergið. 
Eldhús er með hvít lakkaðri innréttingu og parketi á gólfi. Góður borðkrókur og úr honum er útgengt á timbur verönd.
Stofa er með parketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, efri skápum, handlaug, wc, baðkari með sturtutækjum, opnanlegum glugga og hurð út á yfirbyggðar suðaustur svalir.
Snyrting er á neðri hæðinni, þar er dúkur á gólfi, handlaug og wc. 
Geymsla er með dúk á gólfi og hillum. Gengið er í gegnum geymsluna þegar farið er inn í þvottahús.
Þvottahús nýtist sem annar inngangur fyrir íbúðina. Þar eru lakkað gólf og bekkur með stálvask. 

Annað:
- Köld geymsla er við bakdyrainngang
- Leiktæki á lóð eru í séreign íbúðar og fylgja. 
- Innihurðar og harðparketi á neðri hæð er nýlegt.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.