Keilusíða 9a , 603 Akureyri
30.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
3 herb.
93 m2
30.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1982
Brunabótamat
37.800.000
Fasteignamat
28.700.000

Keilusíða 9a - Björt og rúmgóði 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í fjölbýli í Síðuhverfi - stærð 93,4 m²
Eignin getur verið laus til afhendingar fljótlega


Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. 
Í kjallaranum er sér geymsla, hjóla- og vagnageymsla, sauna og sturtuaðstaða.

Forstofa og hol eru með plast parketi á gólfi og stórum hvítlökkuðum fataskáp.
Eldhús, hvít lökkuð innrétting með nýlegri dökkri bekkplötu og gráum flísum á milli skápa. Nýlegur ofn og helluborð. Borðkrókur með stórum glugga til vesturs. 
Stofa er mjög rúmgóð, með ljósu plast parketi á gólfi og stórum vestur gluggum. Milli stofu og eldhúss er gengið út á steyptar vestur svalir.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með ljósu plast parketi á gólfi. Í hjónaherbergi er stór fataskápur og hurð til austurs út á svalir. 
Baðherbergi hefur verið endurnýjað, þar eru flísar á gólfi og veggjum, ljós innrétting, upphengt wc, baðkar með sturtutækjum, handklæðaofn og opnanlegur gluggi. 
Þvottahús er með flísum á gólfi, efri skáp og hillum. 

Sér geymsla er í kjallaranum, þar er lakkað gólf, hillur og opnanlegur gluggi. 
Í sameign í kjallaranum eru hjóla- og vagnageymsla, leikherbergi og sauna sturtuaðstaða.

Annað

- Búið er að taka inn ljósleiðara
- Stutt í leik- og grunnskóla
- Tvennar svalir.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.