Hvammur Eignamiðlun 466 1600 [email protected]
EinkasalaTil sölu vandað og vel skipulagt einbýlishús í Sunnubraut á Dalvík. húsið er samtals 259,9 m² að stærð. Íbúð á efri hæð er 130,7 m² að stærð, bílskúr er 38,8 m² og jarðhæð er 90,4 m²
Húsið er steypt og er byggingarár þess 1976. Stórt steypt bílastæði er framan við húsið, hiti er í bílastæðinu. Vandaður sólpallur að baka til. Leiguíbúð á jarðhæð er um 70 m² að stærð.
Forstofa á efri hæð er parketlögð.
Stofa skiptist í borðstofu og stofu, og er nýlegt parket á gólfi. Gluggar í tvær áttir.
Eldhús er endurnýjað á vandaðan hátt. Stór og góð spónlögð innrétting. Vönduð tæki. Parket á gólfi og flísar á milli skápa.
Hjonaherbergi er með vönduðum fataskáp. Parket á gólfi.
Þrjú
barnaherbergi eru á hæðinni, öll parketlögð.
Baðherbergi var endurnýjað fyrir nokkrum árum. Flísar í hólf og gólf. Vönduð eikar innrétting. Sturta er á baði.
Þvottahús er með flögutex á gólfi. Úr því er gengið út á sólpall til vesturs.
Innangengt er milli hæða, dúkur á stiga.
Forstofa á jarðhæðinni er flísalögð.
Hol á neðri hæð er dúkalagt. Geymsla er undir útidyratröppum.
Bílskúr er sem áður segir 38,8 m² að stærð. Bílskúr er án gólfefna. Nýlega innkeyrsluhurð með rafknúnum hurðaopnara.
Íbúð á neðri hæð er um 70 m² að stærð og skiptist í forstofu, baðherbergi, tvö svefnherbergi, stofu og eldhús. Plastparket er á gólfum íbúðar.
Í eldhúsi er lítil innrétting. Á baði er flögutex á gólfi. Sturta á baði.
Lóð er gróin. Stór og vandaður viðarsólpallur er á bakloð hússins.
Hægt er að ganga á stétt norðurfyrir húsið og að bakdyrainngangi.
Annað:Búið að skipta um gler og glugga.
Þakrennur endurnýjaðuar
Ofnar endurnýjaðir að hluta.
Eldhús og og gólfefni endurnýjuð 2012.
Góður geymsluskúr á lóð fylgir.
Þakskyggni endurnýjað.