Hvammur Eignamiðlun 466 1600 [email protected]
EinkasalaTil sölu einnar hæðar einbýlishús á rótgrónum og rólegum stað ofarlega á Brekkunni. Húsið er samtals 87,6 m² að stærð og byggt árið 1950. Húsið skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, stofu, baðherbergi, eldhús og stórt þvottahús. Auk þess er lítil geymsla innaf þvottahúsi. Suður lóð er stór, gróin og snyrtileg. Tveir inngangar eru í húsið, að austanverðu er aðalinnangur en að vestanverðu er bakdyrainngangur.
Forstofa er flísalögð
Hjónaherbergi er parketlagt.
Barnaherbergi er parketlagt.
Fataherbergi á gangi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Sturta með sturtuhengi. Handklæðaofn á baði.
Stofa er rúmgóð með gluggum í tvær áttir. Parket á gólfi.
Í eldhúsi er dúkur á gólfi. Gömul hvít innrétting. Flísar á milli skápa.
Þvottahús er rúmgott en þar er gólf lakkað.
Köld geymsla er innaf þvottahúsi.
Annað:- Gólfið er sigið að hluta.
- Skólp endurnýjað.
- Geymsluskúr á lóð fylgir.
- Bílastæði er meðfram vesturhlið hússins. Búið að jarðvegsskipta.
- Bætt var í öndun á þaki, járn og timbur upprunalegt.