Rauðamýri 5 - Vel staðsett 3ja herbergja einbýlishús á einni hæð - stærð 86,7 m²Eignin skiptist í tvær forstofur, gang, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús/geymslu.
Forstofa, aðalinngangur er með flísum á gólfi. Annar inngangur er á vesturhlið hússins út að bílaplani. Þar er timbur gólf með teppi á.
Eldhús er með spónlagðri eikar innréttingu og plast parketi á gólfi og á milli skápa.
Stofa er með dökku plast parketi á gólfi, glugga til suðurs og hurð til suðurs út á verönd.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með plast parketi á gólfi. Í hjónaherbergi er stór hvít málaður fataskápur.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, tvílitri innréttingu, hvít og eik, wc, sturtu og opnanlegum glugga.
Þvottahús er með eldri innréttingu með vask og stórum glugga. Nýlegt harð parket er á gólfi.
Annað- Búið er að klæða húsið að utan.
- Hellulagt bílaplan er með vesturhlið hússins.
- Á baklóð er góð verönd, bæði úr timbri og hellulögð.
- Gólfhalli er á nokkrum stöðum.
- Eignin er laus til afhendingar 1.4.2021
- Eignin er einkasölu