Sörlaskjól 7, norður endi - Vandað 12 hesta hús í Lögmannshlíð rétt ofan Akureyrar - stærð 132,0 m²
Eigandi skoðar skipti á íbúðar- eða atvinnuhúsnæði
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamningHúsið er steinsteypt þ.e. kjallari, sökklar, útveggir, gólfplötur og innveggir.
Í hluta stíugólfs eru steinsteyptir flórbitar. Þak er gert úr límtrésbitum og klætt með samlokueiningum.
Gólfhiti er í öllu húsinu.
Húsið skiptist í forstofu, snyrtingu, kaffistofu, hnakkageymslu, fóðurrými með lítilli bílskúrs hurð og stíur fyrir 12 hesta, 10 eins hesta og 1 tveggja.
Veggir milli stía eru að hlutatil steyptir.
Þrjár gönguhurðar eru á eigninni, tvær á vestur hlið og ein á austurhlið út í gerði.
Perlumöl er í gerði og í kringum það er vönduð girðing