Helgamagrastræti 53 - Góð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í vinsælu fjölbýli með lyftu - stærð 84,0 m²
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús innan íbúðar auk geymslu í kjallara.Forstofa er með nýlegu hvíttuðu harð parketi á gólfi og fataskáp.
Eldhús er með nýlegri innréttingu, hvítir neðri skápar og spónlagðir eikar efri skápar og ljósar flísar á milli. Opið er á milli eldhúss og stofu.
Stofa og gangur eru með nýlegu hvíttuðu harð parketi á gólfi og úr stofu er útgangur á hellulagða verönd til vesturs.
Svefnherbergin eru tvö, bæði ágætlega rúmgóð, með nýlegu hvíttuðu harð parketi á gólfi og í hjónaherbergi er stór fataskápur.
Baðherbergið er flísalagt bæði gólf og veggir, hvít innrétting, wc og baðkar með sturtutækjum.
Þvottahúsið er innan íbúðar og er með flísum á gólfi, vask og hillum.
Sér geymsla er í kjallara og þar eru hillur.
Annað- Húsið sjálft er allt hið snyrtilegasta og var málað að utan árið 2018
- Nýlegt harð parket er á allri íbúðinni.
- Nýleg innrétting í eldhúsi.
- Ljósleiðari er kominn inn í húsið
- Lyfta er í húsinu
- Þvottaaðstaða fyrir bíla er í bílakjallara (stæði fylgir ekki).