Kringlumýri 20, 600 Akureyri
62.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
6 herb.
210 m2
62.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1958
Brunabótamat
65.700.000
Fasteignamat
54.800.000

Kringlumýri 20 - Vel viðhaldið 7 herbergja einbýlishús með bílskúr og studióíbúð í kjallara með sér inngangi - stærð 210,7 m² þar af telur bílskúr 28,6 m²

Eignin var mjög mikið endurnýjuð kringum 1990. Þá var byggt við húsið bæði bílskúr og stofa, samtals um 70 m², skipt um mikið af gluggum, þak og lagnir endurnýjað ofl.
Eignin skiptist með eftirfarandi hætti:
Efri hæð, stærð 144,5 m²:
Forstofa, hol, eldhús, fjögur svefnherbergi, stofu, baðherbergi og þvottahús.
Neðri hæð, stærð 39,2 m²: Forstofa, gangur, stofa, svefnherbergi og baðherbergi.  
Bílskúr, stærð 28,6 m²

Forstofa: Flísar á gólfi og opið hengi.
Eldhús er mjög rúmgott, stór innrétting, hvít og beyki með gegnheillri bekkplötu. Flísar eru á gólfi. Gas eldavél og Miele ofn. 
Stofan, gengið er niður 2 þrep þegar gengið er inn í stofuna en hún var byggð árið 1989. Þar er kamína og loft eru tekin upp og með innfelldri lýsingu. Parket er á gólfi og gluggar til þriggja átta. Tvær gönguhurðir eru úr stofunni, önnur til austurs út á hellulagða verönd og hin til vesturs út á stóra timbur verönd með heitum potti, skel.  
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, ljósri sprautulakkaðri innréttingu, sturtu, handklæðaofn og opnanlegur gluggi.
Svefnherbergin eru fjögur, öll með parketi á gólfi. Stór fataskápur er í hjónaherberginu.
Gangur er með parketi á gólfi og sprautulökkuðum fataskápum. 
Þvottahús: Flísar á gólfi og ljós innrétting. Gengið er í gegnum þvottahús þegar farið er út í bílskúr. 
Bílskúr: Lakkað gólf, gólfhiti, hillur og tvær gönguhurðar, önnur út á bílaplan og hin út á baklóð/verönd. Rafdrifinn hurðaropnari. Fyrir framan bílskúr er stórt malbikað bílaplan. 
Íbúð á neðri hæð er með sér inngangi. 
Forstofa og eldhús eru með ljósri innréttingu og flísum á gólfi. Nýleg útidyrahurð og nýlega steyptar tröppur. 
Stofa er með parketi á gólfi.
Svefnherbergi er með parketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, efri skápum, handlaug, wc og flísalagðri sturtu. 

Annað:
- Stærstur hlut hitaveituofna hefur verið endurnýjaður.
- Raflagnir hafa verið yfirfarðar og sér útsláttur er í eldhúsi.
- Tveir garðskúrar eru á lóð, annar með rafmagni.
- Rúmgóð timbur verönd með heitum potti. 
- Rafmagnsþráður er í stétt fyrir framan hús.
- Eignin er laus til afhendingar 1.2.2021
- Eignin er í einkasölu

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.