Byggðavegur 86 miðhæð , 600 Akureyri
43.200.000 Kr.
Hæð/ Hæð í þríbýlishúsi
5 herb.
130 m2
43.200.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1966
Brunabótamat
37.350.000
Fasteignamat
36.550.000

Byggðavegur 86 - Falleg og vel skipulögð 5 herbergja miðhæð með tveimur sér inngöngum í góðu þríbýlishúsi á Brekkunni - stærð 130,1m²  

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, gang, baðherbergi, fjögur svefnherbergi, þvottahús og geymslu.

Forstofa er með flísum á gólfi og opnu hengi. Nýlegur ofn og nýlegt gler.
Eldhús, hvít háglans innrétting með hvít máluðum flísum á milli skápa. Góður borðkrókur og harð parket á gólfi. Úr eldhúsi er gengið inn í þvottahús.
Stofa er björt og rúmgóð og með stórum gluggum til suðurs og vesturs. Hurð er til suðurs út á steyptar svalir. Harð parket er á gólfi. 
Baðherbergi var endurnýjað árið 2016. Flísar á gólfi og fibo trespo plötur á veggjum. Hvít innrétting, upphengt wc, baðkar með sturtutækjum, handklæðaofn og opnanlegur gluggi.  
Svefnherbergin eru fjögur, öll með harð parketi á gólfi. Í hjónaherbergi er nýlegu fataskápur með rennihurðum. Nýjir gluggar eru í öllum svefnherbergjunum og nýjir hitaveituofnar. Á gangi fyrir framan svefnherbergi er stór hvít lakkaður fataskápur með rennihurðum.
Þvottahús: Sérinngangur að norðan er inn í þvottahúsið. Þar eru flísar á gólfi og bekkur með stálvask.
Geymsla er til hliðar við þvottahús, með flísum á gólfi, hillum og opnanlegum glugga. 

Sameiginleg kyndikompa og geymsla eru í kjallaranum.

Annað:
- Nýir gluggar voru settir á baðherbergi og í svefnherbergi árið 2016. Nýtt gler sett í forstofu 2020
- Nýir ofnar og ofnalagnir eru í öllum svefnherbergjum. Auk þess eru nýir ofnar í forstofu og eldhúsi.
- Ný loftaklæðning er í öllum svefnherbergjum. 
- Útveggir í svefnherbergjum og á baðherbergi voru einangraðir og klæddir árið 2016.
- Raflagnir hafa verið endurnýjaðar að hluta.
- Þak var endurnýjað árið 2016
- Búið er að taka inn ljósleiðara.
- Sér bílastæði við húsið fylgir íbúðinni.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.