Hafnartún 4 íbúð 201 , 580 Siglufjörður
27.800.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
4 herb.
171 m2
27.800.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1965
Brunabótamat
52.230.000
Fasteignamat
20.000.000

Hafnartún 4 íbúð 201 - Björt og falleg 4ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýli með bílskúr – samtals 171,9 m2 að stærð. 

Eignin í stærðum
Íbúð á hæð auk stigagangs:
122,5 m²
Þvottahús og geymsla:  23,4 m²
Bílskúr:  26,0 m²
 
Gengið er upp nokkrar tröppur að sameiginlegum inngangi með neðri hæð, þar er svart steinteppi á gólfi.
Íbúðin skiptist í forstofu, stigauppgang og stigapall, eldhús, stofu, hol, baðherbergi og þrjú svefnherbergi.  Á jarðhæðinni er bílskúr, sérgeymsla og sérþvottahús auk sameignarrýma.
 
Forstofa, stigauppganga og stigapallur hafa verið endurnýjuð og þar er steinteppi á gólfum og parket á hluta veggja. Úr forstofu er farið niður í kjallara
Eldhús er bjart og rúmgott, með nýlegu harð parketi á gólfi og svart málaðri innréttingu með nýlegri bekkplötu og nýlegum tækjum. 
Stofa og hol er með nýlegu harð parketi á gólfi. Stórir gluggar eru í stofu til tveggja átta og hurð út á steyptar suður svalir. Mjög gott útsýni er út úr stofunni.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með nýlegu harð parketi á gólfi. Nýlegur stór fataskápur er í hjónaherbergi og hurð út á steyptar suður svalir. 
Baðherbergi hefur verið endurnýjað fyrir einhverjum árum. Þar eru flísar gólfi og veggjum, ljós innrétting, upphengt wc, sturtuklefi og opnanlegur gluggi. 
Sér þvottahús er í kjallara með lökkuðu gólfi, hillum og opnanlegum glugga. 
Sér geymsla er í kjallara með lökkuðu gólfi og glugga. 
Bílskúr er með lökkuðu gólfi, glugga og gamalli innkeyrsluhurð með gönguhurð í. Rafdrifinn opnari er á innkeyrsluhurð.

Annað
- Geislahitun er í íbúðinni
- Nýlegt harð parket á gólfum.
- Innihurðar eru nýlegar.
- Raflagnir og tenglar hefur verið endurnýjað að hluta. 
- Gler hefur verið endurnýjað að hluta.
- Eignin er í einkasölu

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.