Jaðarsíða 5, 603 Akureyri
81.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
6 herb.
257 m2
81.500.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
2020
Brunabótamat
0
Fasteignamat
68.200.000

Skemmtilega hannað 6 herbergja einbýli á einni hæð með bílskúr í byggingu við Jaðarsíðu 5 á Akureyri - samtals 257,3 m² að stærð.

Húsið skiptist þannig að í húsinu eru fjögur svefnherbergi og tvö þeirra með baðherbergi innaf og annað þeirra er mjög rúmgott "master bedroom".  Auk baðherbergja innan svefnherbergja er eitt aðalbaðherbergi í húsinu, stofa og eldhús eru í einu rúmgóðu alrými og einnig er rúmgott fjölskyldu/sjónvarpsrými.  Þvottahús og geymsla eru á sínum stað auk bílskúrs sem telur 35,3 m². Lóðin undir húsinu er 711,7 m² að stærð.

Húsið er timbureiningahús á steyptri plötu með gólfhitalögnum.  Húsið afhendist fullfrágengið að utan og tilbúið til málningar og spörtlunar að innan.  Hellulagt bílaplan verður fyrir framan húsið sem og stétt fyrir framan aðalinngang.  Lóðin verður grófjöfnuð og búið verður að jarðvegsskipta fyrir sólpall sunnan við húsið, hvar gert er ráð fyrir heitum potti.  Að utan verður húsið klætt með málm- og viðarklæðningu og gipsplötum að innan.  Gluggar eru ál/tré gluggar með tvöföldu einangrunargleri.  Gólfsíðir gluggar eru í stofu og eldhúsi og loftin er tekin upp sem gerir rýmið mjög opið og bjart.   Útgangur verður úr stofu/alrými til suðurs sem og út úr hjónaherbergi til vesturs.

Gólfhitalagnir eru í öllu húsinu og hiti kominn á en stýrikista ófrágengin.  Raflagnir eru ídregnar að stærstum hluta og vinnurafmagn tengt.  Loft og veggir eru klæddir með gipsi en eftir er að mála og spartla.  

Bílskúrinn er rúmgóður með góðri innkeyrsluhurð til norðurs og gönguhurð til austurs.  Yfir hluta hans verður geymsluloft.  

Hér er um að ræða veglegt og rúmgott einbýli á rólegum stað í Síðuhverfi. 

Hægt er að taka við eigninni strax og hefja lokafrágang við húsið. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.