Bakkatröð , 601 Akureyri
36.000.000 Kr.
Fjölbýli
4 herb.
142 m2
36.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2019
Brunabótamat
0
Fasteignamat
28.900.000

Bakkatröð - Nýbygging - tilbúin til afhendingar
4ra herbergja raðhúsaíbúð á einni hæð með bílskúr í byggingu við Bakkatröð í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit - stærð 142,0 m²

Íbúðin afhendist fullbúin að utan, múruð, máluð og með steyptu bílplani, stéttum og verönd, en rúmlega fokheld að innan.

Íbúðin er núna komin með glugga og hurðir og hægt er að hefjast handa innandyra.

 
Íbúð: 113,3 m²
Bílskúr: 28,7 m²
Grunnskipulag íbúðarinnar gerir ráð fyrir forstofu, stofu, eldhúsi, baðherbergi, snyrtingu, þremur svefnherbergjum, þvottahúsi og geymslu auk bílskúrs.

Húsið
Húsið er steinsteypt einnar hæða raðhús á steyptum grunni með steyptu einhalla þaki.  Í húsinu eru fimm fjögurra herbergja íbúðir með sambyggðum bílskúr fyrir hverja íbúð.  Brúttó grunnflötur íbúða ásamt bílskúr er 142,0 m²
 
Lóðin
Lóðin verður þökulögð.
Stéttar við aðalinnganga, verandir og bílaplön verða steinsteypt. Sorptunnuskýli eru steinsteypt en án hurða.  Í stétt við aðalinngang og bílaplan kemur snjóbræðslulögn, með rörenda innfyrir vegg en annars ótengt.
 
Nánari lýsing á byggingarstigi í meginatriðum:
Undir gólfplötu sem er steypt er einangrað með 100 mm plasteinangrun og 50 mm niður með sökklum. Útveggir eru steinsteyptir, veggir milli íbúða er steinsteyptur sem og burðarveggir innan íbúða.  Þá eru veggir að bílskúr einnig steinsteyptir.
Gólf er steypt og sléttað með flotbretti.  Engir léttir milliveggir verða uppsettir á þessu byggingarstigi.
 Þak er einhalla og steypt, einangrað og með rakaopnum dakdúk í flokki T.  Þakniðurföll eru frágengin og tengd regnvatnslögn.
 Gluggar, útihurðar og karmar eru smíðaðir úr valinni furu, opnanleg fög hengsluð og með stormjárnum. Bréfalúga er í aðalhurð. Hurð fyrir bílskúr er með láréttum flekum og opnast upp, af gerðinni Reynor eða samsvarandi með tilheyrandi járnum og læsingu, en rafopnun fylgir ekki.  Gler í gluggum og fögum er háeinangrandi tvöfalt K-gler.
Gluggar og hurðir verða fullmálaðar að utan- og innanverðu með þekjandi viðarvörn eða sambærilegu efni í lit að vali hönnuðar.
Að utan eru veggir múraðir og málaðir í lit að vali hönnuðar.
Þak og útveggir verða einangraðir.
Útiljós verða komin upp.
 
Frárennslislögn frá götu að húsi verður fullfrágengin með tilheyrandi brunnum og niðurföllum. Drenlögn verður lögð með húsinu, tengd í brunn.  Frárennslislagnir undir plötu verða úr plaströrum af viðurkenndri gerð, frágengnar til tengingar við lagnir í veggjum, en með svelgjum í gólfi.
Gólfhitalögn verður lögð í jarðgólf fyrir hvert rými fyrir sig. Gólfhitalagnir standa upp úr plötu við tengigrind, til síðari tengingar við hitaveitugrind.
Vatnslagnir fyrir heitt og kalt vatn eru plastlagnir ( rör í rör ) lagðar í gólfplötu. Vatnslagnir standa upp úr gólfplötu til síðari tengingar við tæki, hitaveitugrind og kaldavatnsinntak.
Rör og dósir fyrir rafmagnsrofa og tengla verða sett í steypta veggi.
Ídráttarrör verða lögð út fyrir bílskúr þannig að möguleiki verði á að koma fyrir útiljósum.
 
Staðsetning tengigrinda fyrir hita-, vatnslagnir og rafmagnstöflu verður í bílskúr en tengigjöld veitustofnana verða ógreidd.
Komið verður fyrir ídráttarrörum fyrir inntökum vegna vatns, hitaveitu, rafmagn, síma og fjölvarp, en án tenginga við veitur.
Gert verður ráð fyrir affallslögn frá hitaveitugrind út úr húsi og í drenlögn.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.