Hafnarstræti 7, 600 Akureyri
59.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
6 herb.
273 m2
59.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1948
Brunabótamat
66.610.000
Fasteignamat
57.050.000


Einbýlihús með auka íbúð og bílskúr á eignarlóð við Hafnarstræti í Innbænum á Akureyri – samtals 273,3 m²
 
Húsið skiptist með eftirfarandi hætti:
 
Íbúð á efri hæð er fjögurra herbergja íbúð með aðalinngang frá Hafnarstræti við bílastæði.
Forstofa er með flísum á gólfi og stigi upp á hæðina er steyptur og teppalagður.
Hol með með plastparketi á gólfi og úr því er farið inn í öll rýmin á hæðinni.
Stofan er tvöföld en önnur stofan er nýtt sem herbergi.  Plast parket er á gólfum.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með plastparketi og í öðru þeirra er skápur og í hinu er útgangur á svalir.
Baðherbergi er flísalagt og þar er góð innrétting og flísalögð sturta.
Eldhúsið er rúmgott og þar eru flísar á gólfi, snyrtileg ljós innrétting og innaf eldhúsi er búr.
Úr eldhúsi er stigi niður á neðri hæð að bakdyrainngangi.  Þar er jafnframt þvottahús, rúmgóð forstofa og geymsla.  Þessi rými geta verið sameiginleg með íbúð á neðri hæð.
Þessi íbúð er fullbúin húsbúnaði og möguleiki er að fá hann keyptan með.

Íbúð á neðri hæð er 2ja herbergja og með sérinngangi frá baklóð vestan við húsið.
Forstofa
er með flísum á gólfi við hurðina og plastparketi innar.
Eldhús er nýlega endurnýjað og er með plastparketi á gólfi og snyrtilegri ljósri innréttingu og stórum borðkrók.
Baðherbergi er nýlega tekið í gegn, flísalagt í hólf og gólf, upphengt wc, innrétting og sturta.
Stofan er með plastparketi á gólfi.
Svefnherbergi er með plast parketi á gólfi.
Úr íbúðinni er hurð fram í bakdyrainngang og þvottahús sem hægt er nota sem sameiginlegt rými.

Bílskúrinn er rúmgóður, skráður 41,6 m².  Skúrinn var stækkaður til suðurs og hefur þeim framkvæmdum ekki verið lokið.  Skúrinn þarfnast heilt yfir endurbóta.

Stórt steypt bílaplan er norðan við húsið og framan við bílskúr og steypt stétt vestur fyrir húsið.  Hiti er í stétt að hluta.
Lóðin undir húsinu er eignarlóð, 804 m² að stærð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.