Krabbastígur 1b, 600 Akureyri
38.900.000 Kr.
Parhús
5 herb.
131 m2
38.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1930
Brunabótamat
36.050.000
Fasteignamat
29.850.000

Hvammur Eignamiðlun 466 1600 [email protected]

Til sölu þriggja hæða íbúð í parhúsi í hjarta bæjarins. Húsið er byggt/steypt árið 1930. Eignin er samtals 131,1 m² að stærð.

Jarðhæð er skráð 56,4 m² og skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Forstofa er flísalögð.
Hjónaherbergi er lagt nýlegu plastparketi. Laus fataskápur fylgir.
Barnaherbergi er lagt nýlegu plastparket. Lítil geymsla inn af herbergi.
Baðherbergi var endurnýjað árið 2013. Flísar í hólf og gólf. Hiti í gólfi og handklæðaofn. Sturta með glerskilrúmi. Hvít innrétting. Gluggi er á baði. Djúpur skápur.
Þvottahús er rúmgott en þar er gólf lakkað. Hvít innrétting með vask. Gengið út á verönd úr þvottahúsi.

Miðhæð er skráð 55,3 m² og skiptist í þrjár samliggjandi stofur og eldhús.
Eldhús var algjörlega endurnýjað árið 2010. Korkur á gólfi. Hvít sprautulökkuð innrétting. Flísar á milli skápa. 
Stofur eru þrjár og liggja saman. Mögulegt er að gera herbergi úr einni þeirra. Nýlegt plastparket á gólfum. 

Ris er skráð 19,4 m² og skiptist í snyrtingu, hol, svefnherbergi og geymslur undir súð.
Nýlegt teppi er á holi.
Snyrting er dúkalagt. Góðar geymslur eru undir súð inn af baðherbergi.
Svefnherbergi er teppalagt. Nýr gluggi í herbergi. 
Geymsla í risi er dúkalögð en mögulegt er að nýta hana sem svefnrými. Gluggi er á geymslu. Ofn er ótengdur. 

Lóð er skv. grunnheimildum sameiginleg. Hefð hefur verið fyrir skiptingu milli íbúðanna þar sem efri lóð er notuð af Krabbastíg 1b sem og svæði við inngang. 

Annað:
Eigninni fylgir hluti geymsluskúrs á lóð. Skúr er gamall. 
Stigi milli hæða er teppalagður.
Hellulögð verönd er á baklóð.
Hiti í stétt við aðalinngang.
Húsið var málað að utan 2014. 
Nýtt járn sett á þak árið 2013 og settur þakgluggi.
Drenað meðfram húsi árið 2007
Flestir ofnar endurnýjaðir fyrir um 10 árum. 
Nýlegt kaldavatnsinntak. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.