Borgarsíða 35, 603 Akureyri
58.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
153 m2
58.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1991
Brunabótamat
52.476.000
Fasteignamat
46.050.000

Borgarsíða 35 - Vel skipulagt steypt 4ra herbergja einbýlishús á einni hæð með sambyggðum bílskúr og geymsluskúr á lóð við botnlangagötu í Síðuhverfi - stærð 153,0 m²

Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, sjónvarpshol, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr með geymslu innaf.

Forstofa: Flísar á gólfi. 
Eldhús: Ágæt hvít og beyki innrétting með siemens helluborði og ofni. Parket er á gólfi.
Stofa er með parketi á gólfi, stórum vestur glugga og hurð til vesturs út á timbur verönd. Loft er tekið upp í stofunni.
Sjónvarpshol er með parketi á gólfi. 
Svefnherbergin eru þrjú, öll með ljósum dúk á gólfi. Hvítir sprautulakkaðir fataskápar eru í tveimur herbergjum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, hvítri sprautulakkaðri innréttingu, wc, baðkari, sturtu og opnanlegum glugga.
Þvottahús: Flísar á gólfi, hvít innrétting og opnanlegur gluggi.
Bílskúr: Innangengt er í bílskúr í gegnum þvottahús. Í bílskúr eru flísar á gólfi, vinnuborð og stálvaskur. Gönguhurð er við hliðina á innkeyrsluhurð sem er með rafdrifnum opnara. Fyrir framan er hellulagt bílaplan með hita í hluta.
Geymsla er inn af bílskúr. Þar eru flísar á gólfi, opnanlegur gluggi og hurð út á hellulagða verönd með heitum potti, skel.

Annað
- Geymsluloft er yfir húsinu og er fellistigi upp á það í bílskúr.
- Geymsluskúr, um 4 m² að stærð er á baklóð
- Perlumöl er í plani með norður hlið hússins.
- Húsið var málað að utan fyrir um 3 árum.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.