Aðalgata 21, 625 Ólafsfjörður
23.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
164 m2
23.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1961
Brunabótamat
46.500.000
Fasteignamat
19.650.000

Aðalgata 21 Ólafsfirði - 4ra herbergja einbýlishús með sambyggðum bílskúr og 24,0 m² geymsluskúr á baklóð. Eignin er staðsett á horni Aðalgötu og Ægisgötu og er lóðin 607 m² að stærð.

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti;
Íbúðarhús - 1961, 103,4 m²
Geymsluskúr - 1966, 24,0 m²
Bílskúr - 1993 - 37,0 m²


Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu.

Forstofa: Flísar á gólfi
Hol: Ljóst parket á gólfi og tvöfaldur skápur. 
Eldhús: Hvíttað harð parket á gólfi, nýlegir hvítir neðri skápar og eldri fyrir ofan. Flísar eru á milli. 
Stofa: Teppi á gólfi og gluggar til tveggja átta.
Svefnherbergin eru þrjú, tvö með parketi á gólfi og eitt með dúk. Nýlegur fataskápur er í hjónaherberginu. Eftir er að ganga frá í kringum hann. Úr einu herbergjanna er hurð til suðurs út á baklóð.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, hvít innrétting og baðkar með sturtutækjum. Gólfhiti og opnanlegur gluggi. 
Þvottahús er jafnframt annar inngangur inn í íbúðina. Þar eru flísar á gólfi og hvít innrétting. 
Geymsla: Flísar á gólfi og hillur á vegg. 

Geymsluskúr er á baklóð, 24,0 m² að stærð og var byggður árið 1966. Steypt gólf.  Annar geymsluskúr er út timbri er á baklóðinni og fylgir hann með við sölu.
Bílskúr er skráður 37,0 m² að stærð og var byggður árið 1993. Innkeyrsluhurð er með rafdrifnum opnara. Tvær gönguhurðar eru, önnur er við hliðin á innkeyrsluhurð og hin út á baklóð. Gólf er lakkað og eldri innrétting.
Steypt bílaplan með hita í (kynnt með affallinu af húsinu).

Annað:
- Búið er að háþrýstiþvo húsið að utan og næst þarf að fara í múrviðgerðir og málningu.
- Steypt bílaplan með hita í (kynnt með affallinu af húsinu).
- Eignin getur verið laus til afhendingar maí / júní 2019
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.