Hornbrekkuvegur 7, 625 Ólafsfjörður
Tilboð
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
145 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1936
Brunabótamat
36.000.000
Fasteignamat
12.500.000

Hvammur Eignamiðlun 466 1600 [email protected]

Hornbrekkuvegur 7 - Góð 4ra herbergja efri hæð í tvíbýli á Ólafsfirði - stærð 145,6 m²


Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, hol, búr, þvottahús og tvær geymslur.

Forstofa: Flísar á gólfi og opið hengi. Teppi er á stiga.
Eldhús: Dökkt plast parket á gólfi og snyrtileg innrétting, hvíttuð eik með flísum á milli skápa. Siemens ofn og helluborð. Til hliðar úr eldhúsi er rúmgott búr með dökku plast parketi á gólfi, eldri innréttingu og stórum glugga. Möguleiki væri að breyta búri í svefnherbergi.
Stofa og borðstofa liggja saman. Þar er dökkt plast parket á gólfi og gluggar til tveggja átta.
Svefnherbergin eru þrjú, eitt forstofuherbergi með ljósu parketi á gólfi og tvö á hæð, annað með dökku plast parketi á gólfi og góðum fataskáp og hjónaherbergi með ljósu plast parketi á gólfi, litlum innfelldum skáp og hurð út á steyptar austur svalir. Handrið vantar.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og þiljum á veggjum, hvít innrétting, baðkar með sturtutækjum og opnanlegur gluggi.
Í kjallara er þvottahús og tvær geymslur. Í þvottahúsi er lakkað gólf og hurð út á lóð. Geymslurnar eru báðar með lökkuðu gólfi og opnanlegum gluggum.

Annað
- Fyrir framan forstofu er timbur verönd með skólveggjum.
- Frá götu eru steyptar tröppur og stétt bæði með hita í, kynnt með affalli af íbúð á neðri hæð.
- Búið er að einangra og klæða húsið að utan.
- Árið 2015 var skipt um flest alla glugga í íbúðinni.
- Húsið er byggt árið 1936 en árið 1957 var byggt við það til norðurs.
- Eignin er í einkasölu.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.