Heiðarlundur 3j , 600 Akureyri
71.500.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á tveimur hæðum
5 herb.
117 m2
71.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1975
Brunabótamat
53.300.000
Fasteignamat
60.750.000

Heiðarlundur 3j - Snyrtileg og björt 5 herbergja endaraðhúsaíbúð á tveimur hæðum á vinsælum stað á Brekkunni - stærð 117,2 m²
Stutt í leikskóla, grunnskóla og íþróttasvæði.


Eignin skiptist með eftirfarandi hætti:
Neðri hæð, forstofa, hol, eldhús, stofa, salerni, þvottahús og geymsla undir stigapalli.
Efri hæð, hol, fjögur svefnherbergi og baðherbergi.

Forstofan er með opnu fatahengi og flísum á gólfi. Búið er að endurnýja útidyrahurð.
Hol er með parket á gólfi, úr holi er gengið upp parketlagðan stiga uppá efri hæð eignarinnar, lítil geymsla með hillum er undir stigapalli. 
Eldhús er með dúk á gólfi og snyrtilegri ljósri innréttingu með flísum á milli skápa. Gluggar til norðurs og vesturs gefa góða birtu inn í rýmið. Inn af eldhúsi er búr/geymsla með hillum.
Stofa eru með parketi á gólfi og úr stofu er útgangur á sólpall til suðurs.
Salerni er með flísum á gólfi, wc og vask. 
Þvottahús er með lökkuðu gólfi og þar er vaski, hillur, þvottasnúrur og opnanlegur gluggi.  Útgangur er til norðurs (samhliða aðalinngangi).
Hjónaherbergi er nokkuð rúmgott, þar er parket á gólfi og góður fataskápur. Útgengt er úr hjónaherbergi á suðursvalir. Nýleg svalahurð.
Barnaherbergin eru þrjú, öll með parket á gólfi og góðir spónlagðir eikar fataskápar í tveimur þeirra. Ekki hefur verið sett hurð á eitt barnaherbergið. 
Baðherbergi er nýlega uppgert, þar eru flísar á gólfi og hluta veggja, upphengt wc, baðkar, sturta, handklæðaofn, ljós innrétting undir vaski og opnanlegur gluggi.
Lóðin er þannig að framan við húsið er hellulögð verönd.  Sunnan við húsið er nýlegur steyptur pallur með snjóbræðslu og þar er heitur pottur.  Á lóðinni er nýlegur geymsluskúr, 15 m² að stærð, upphitaður, einangraður og með rafmagni.  Í skúrnum er hitastýringin fyrir heita pottinn sem og stýring fyrir snjóbræðslu.

Annað
- Geymsluloft með fellistiga er yfir hluta hæðarinnar.
- Þak var endurnýjað árið 2020.
- Suður gluggar og hurðar út á verönd og svalir endurnýjað 2017. 
- Ljósleiðari er komin inn og tengdur.
- Hitalagnir eru í stétt fyrir framan húsið.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.