Stekkjartún 22, 600 Akureyri
31.900.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
87 m2
31.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2006
Brunabótamat
24.750.000
Fasteignamat
23.800.000

Hvammur Eignamiðlun  466 1600  kaupa@kaupa.is

Stekkjartún 22 

Góð 3ja - 4ra herbergja íbúð á 3. hæð (efstu) í austurenda í nýlegu fjölbýli með sérinngangi - stærð 87,2 m².

Eignin skiptist í forstofu, þvottahús, tvö svefnherbergi og geymslu sem nýtist sem svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og stofu. Á jarðhæð er sameiginleg geymsla.
Forstofa: Flísar á gólfi og tvöfaldur spónlagður eikar skápur.
Eldhús: Spónlögð eikar innrétting með flísum á milli skápa og borðkrókur með glugga í austur. Opið er á milli eldhúss og stofu.
Stofan er björt með glugga bæði til austurs og suðurs, og útgangi á steyptar 7,2 m² suður svalir.
Svefnherbergin eru tvö en jafnframt er geymslan með sama gólfefni og glugga í sömu stærð og nýtist sem þriðja svefnherbergið.  Fataskápar eru í öllum herbergjum. 
Baðherbergi er með flísum á gólfi og hluta veggja, spónlögð eikar innrétting, baðkar með sturtutækjum og handklæðaofn. 
Þvottahúsið er innaf forstofu. Þar eru flísar á gólfi, hvít innrétting og opnanlegur gluggi. 

Annað:
- Eikar parket er á öllum gólfum íbúðar nema á votrýmum, en þar eru flísar.
- Vel skipulögð og björt íbúð í Naustahverfi sem vert er að skoða.
- Mjög víðsýnt er úr íbúðinni.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.