Rimasíða 10, 603 Akureyri
57.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
177 m2
57.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1980
Brunabótamat
58.230.000
Fasteignamat
41.800.000

Rimasíða 10 - Vel skipulagt og mikið endurnýjað 5 herbergja einbýlishús á einni hæð með sambyggðum bílskúr - stærð 177,5 m² þar af telur bílskúr 32,4 m²
Eigendur skoða skipti á eign á jarðhæð í Giljahverfi


Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, gang, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr. 

Forstofa: Flísar á gólfi, gólfhiti, hvítur skápur og innfelld lýsing í lofti.
Eldhús: Nýleg hvít innrétting og eyja. Mikið skápa og bekkjapláss. AEG ofnar og helluborð. Flísar á gólfi og gólfhiti.
Stofa og eldhús eru í opnu rými þar sem loft eru tekin upp og með innfelldri lýsingu. Stofa er með hvíttuðu plastparketi á gólfi, gluggum til þriggja átta og hurð til suðurs út á verönd. Verönd er að mestu hellulögð og með timbur skjólveggjum.
Svefnherbergin eru fjögur, öll með hvíttuðu plastparketi á gólfi. Stór fataskápur er í hjónaherbergi. 
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, hvít innrétting, wc, baðkar, sturta og opnanlegur gluggi. 
Þvottahús: Flísar á gólfi, hvít innrétting með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Hurð er úr þvottahúsi út á bílaplan. Lítið geymsluloft er yfir hluta af þvottahúsi.
Bílskúr er með lökkuðu gólfi, ljósri innréttingu og rafdrifnum opnara á innkeyrsluhurð. Gönguhurð er við hliðin á innkeyrsluhurð.  
Fyrir framan er stórt hellulagt bílaplan og stétt, hiti er í hluta, kynnt með affalli af húsi.

Annað
- Hiti er í gólfi í forstofu, eldhúsi, stofu og þvottahúsi.
- Ný loftaklæðning í forstofu, eldhúsi og stofu.
- Nýleg rafmagnstafla og tenglar.
- Nýlegar innihurðar.
- Innréttingar í eldhúsi, þvottahúsi og í forstofu voru endurnýjaðar árið 2011.
- Lóð var endurnýjuð fyrir 3 árum, hækkuð upp, sett nýtt gras og grenitré á lóðarmörk.
- Eignin er í einkasölu.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.