Hólavegur 63, 580 Siglufjörður
24.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
6 herb.
221 m2
24.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1980
Brunabótamat
52.050.000
Fasteignamat
26.450.000

Hólavegur 63 - 5-6 herbergja einbýlishús með innbyggðum bílskúr á neðri hæð - stærð 221,9 m² þar af telur bílskúr 69,3 m²
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.


Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, hol, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, snyrtingu, þvottahús og bílskúr.

Forstofa: Flísar og parket á gólfi og opið hengi.
Eldhús: Ljóst plastparket á gólfi og ágæt innrétting, hvít og beyki. 
Stofa er rúmgóð og með gluggum til þriggja átta. Ljóst plastparket á gólfi og panill í lofti. Hurð er út stofu út á timbur verönd.
Hol er ágætlega rúmgott og með ljósu plastparketi á gólfi.
Svefnherbergin eru fjögur en voru áður fimm, auðvelt að breyta aftur þar sem hurð er enn til staðar. Dúkur og plastparket er á gólfum. Fataskápur er í einu herbergjanna.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, viðar innrétting, wc, baðkar, sturta og opnanlegur gluggi.
Snyrting er innaf forstofu. Þar er parket á gólfi, wc og handlaug.
Þvottahús: Lakkað gólf, neðri skápar, hillur og hurð út. Lúga er í loftinu upp á loft.
Bílskúr: Steypt og ólakkað gólf. Gert er ráð fyrir tveimur innkeyrsluhurðum. Rakaumerki eru á útveggjum.

Annað
- Kominn tími á töluvert viðhald og endurbætur á eigninni bæði að innan og utan.

Seljandi eignaðist fasteignina í skuldaskilum og hefur aldrei haft starfsemi eða afnot af eigninni. Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum. Því leggur seljandi ríka áherslu á það við væntanlega kaupendur að hann gæti sérstakrar árvekni við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi eða fasteignasali kaupanda allan nauðsynlegan aðgang að til þess.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.